Grunnur að daglegu lífi – Rútína

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

15. ágúst – 19. september

Markmið námskeiðins er að  þátttakendur hafi í lok námskeiðs fengið verkfæri, aðferðir sem hentar þeim til að byggja upp og viðhalda styðjandi rútínu í daglegu líf.  Markmið námskeiðsins er einnig að veita þátttakendum tækifæri til sjálfskoðunar varðandi þeirra grunnþætti í daglegu lífi sem hafa áhrif á jafnvægi og lífsgæði í daglegri rútínu. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Mánudaga kl. 13.00 – 15.00 (4. hæð)

Áhersla verður lögð á uppbyggingu styðjandi rútínu. Þátttkendur eru hvattir til að skoða venjur sínar og hvernig þær hafa áhrif á rútínu í daglegu lífi með orku- og tímastjórnun í huga. Þátttakendur fá kynningu á NBI (Neethling Brain Instruments) huggreiningu og mismunandi hugsniðum. Farið verður í hvernig hægt er að nýta hana til að dýpka sjálfskoðun, markmiðasetningu og hvernig hægt er að tileinka sér heildarhugsun eða 360gráðu hugsun.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Lena Rut Olsen og Sigrún Ólafsdóttir.

Scroll to Top