Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
21. febrúar – 14. mars
Markmið námskeiðsins er að þátttakandi verði meðvitaðri um svefn og svefnvenjur. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.
- Þriðjudaga kl. 9.00 – 11.00 (3. hæð – Holtasóley)
Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um svefn og mikilvægi þess að hafa góðar svefnvenjur. Lögð er áhersla á umræður og verkefnavinnu. Nýtt verða verkefni úr Hugrænni atferlismeðferð.
Mikilvægt er að mæta í alla tímana þar sem fræðsla fyrri tíma er grunnur að þeim næsta.
Námskeiðið verður haldið í 4 skipti. Þátttakakendur eru hvattir til að vera virkir á námskeiðinu.
Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Salóme Halldórsdóttir og Edda Rán Jónasdóttir.