Gerum upp húsgögn / veggljós og borðskraut úr mósaík

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

  • Þriðjudagar kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð vestur)

Á námskeiðinu mun vera í boði bæði húsgögn og mósaík.

Á námskeiðinu er endurnýting í hávegum höfð. Við tökum notuð húsgögn og gefum þeim „nýtt líf“.  Þátttakendur velja sér húsgögn sem verða á námskeiðinu, stór eða smá, og fá að pússa eftir þörfum og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.

Markmið námskeiðsins er að læra að endurnýja notuð eða veðruð húsgögn og á sama tíma leyfa listrænum hæfileikum þínum að blómstra.

Námskeiðið er tilvalið tækifæri til að fara í núvitund og stunda slakandi iðju. Mósaik gler verður límt á krukkur eða spegla. Lokaútkoman verður falleg borðlýsing, hangandi veggljós eða fallegur spegill.

Sprittkerti verða set í krukkurnar og litirnir sem valdir verða skapa einstaka og fallega stemningu í hverju rými. Einnig býðst að klára ókláruð mósaik verkefni frá fyrri námskeiðum.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen og Sigríður Ósk Hannesdóttir.

Scroll to Top