Gerum upp húsgögn og mósaík-verkefni

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt því að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum og þátttakendum iðjunnar. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar.

  • Þriðjudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Suður)

Á námskeiðinu mun vera í boði að gera upp húsgögn og vinna mósíkverkefni.

Á námskeiðinu er endurnýting í hávegum höfð. Við tökum notuð húsgögn og gefum þeim „nýtt líf“.  Þátttakendur velja sér húsgögn sem verða á námskeiðinu, stór eða smá, og fá að pússa eftir þörfum og mála og leyfa þar með sköpunargleðinni að njóta sín. Einnig geta þátttakendur komið með húsgagn sjálf sem þau vinna með í tímanum.

Markmið námskeiðsins er að læra að endurnýja notuð eða veðruð húsgögn og á sama tíma leyfa listrænum hæfileikum sínum að blómstra.

Til að gera veggljósin er mósaík gler límt á krukkur og að lokum fest við ljósahengi úr viði. Lokaútkoman verður fallegt hangandi veggljós eða ljós í glugga. Einnig býðst að klára ókláruð mósaík verkefni frá fyrri námskeiðum.

Þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt því að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum og þátttakendum iðjunnar.

Atvinnutengd vinnufærni: Þjálfa sig í að vinna verkefni frá upphafi til enda, þjálfa sig í vinnuhraða, auka trúna á sjálfan sig, styrkja sjálfstæð vinnubrögð, auka úthald til vinnu bæði andlega og líkamlega, auka félagslega færni, lesa í félagslegar aðstæður, auka getu og úthald til aða sinna verkefnum sem höfða ekki til þeirra og finna styrkleika sína og vinna með þá.

Félagsfærni: Vinna með vinnutengd samskipti t.d. hvað er viðeigandi að ræða um á vinnusvæði, skiptast á upplýsingum á vinnusvæði tengt verkefninu, koma skilaboðum áfram, spjalla við aðra þátttakendur eins og t.d. að taka þátt í umræðuefni á vinnusvæði, þjálfa í að aðstoða aðra, auka félagslega færni og lesa í félagslegar aðstæður.

Hand- og verkfærni: Auka og styrkja verkfærni, vinna með líkambeitingu, samhæfingu hreyfinga, fínhreyfingar og skynáreiti, þjálfa sig í að fara eftir leiðbeiningum og ýta undir skapandi hæfileika.

Þátttakendur mega kaupa mósaík listmuni sem þeir gera gegn vægu efnisgjaldi.  Húsgögnin sem eru í eigu Janusar enduhæfingar og þátttakendur gera upp er þátttakendum velkomið að kaupa gegn vægu gjaldi ef áhugi er fyrir því.  Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.  Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Ósk Hannesdóttir, Halldór Bjarki Ipsen og Aron Lyngar.

Scroll to Top