Gerum listmuni úr steypu (e. hádegi)

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Mánudaginn 22. febrúar hefst námskeiðið Gerum listmuni úr steypu. Á námskeiðinu verða búnir til listmunir úr steypu. Þátttakendur fá að spreyta sig á að gera skálar, kindla eða ,,Tiki Torch“ og potta fyrir garðinn, vegglistaverk, og margt fleira.

Notast verður við box og form í nokkrum stærðum og gerðum og einnig þurrkuð blóm, lauf og blúndur við mynsturgerð.

Mánudaga kl. 9.00 – 11.30 og kl. 13.00 – 15.30.

Markmið námskeiðsins er að kynna steypuna og þau fjölbreyttu listform sem hún býður upp á. Einnig að skapa tækifæri til að vinna með öðrum og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði, til að mynda við hugmyndavinnu og vöruþróun með aðstoð leiðbeinenda.

Við stefnum að því að framleiða listmuni sem prýtt geta garðinn hvort sem er heima eða við sumarbústað eða í grillveislu. Vörurnar verða síðan seldar og mun allur ágóðinn af þeim renna í Styrktarsjóð Janusar endurhæfingar og nýtast þeim sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu.

Námskeiðið er opinn hópur og geta þátttakendur skráð sig hvenær sem er á tímabilinu. Skráning fer fram í samvinnu við tengiliði og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen og Sigríður Hannesdóttir.

Scroll to Top