Gerum Janusar-garð fallegan

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum  og þáttakendum iðjunnar. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Mánudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð – Vestur)
  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð – Vestur)

Á þessu námskeiði ætlum við hanna og skipuleggja Janusargarð og þrífa og snyrta trjábeð sem eru í kringum húsið

Verkefni sem verða unnin eru:

Bera viðarvörn á grindverk, mála vinnuskúrinn, planta sumarblómum, snyrta blóma og trjábeð sem eru í kringum húsið, smíða húsgögn, búa til blómaker og skraut úr steypu, smíða borðtennisborð, sópa planið og fleiri verkefni sem geta fallið til.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Halldór Bjarki Ipsen og Sigríður Hannesdóttir

Scroll to Top