Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Markmið námskeiðsins er að vekja athygli á því hversu góð áhrif það hefur á andlega og líkamlega heilsu að vera úti og hreyfa sig.
- Miðvikudaga kl. 13.00 – 14.00 (mæting í anddyri Skúlagötu)
Gott er að brjóta upp daginn með stuttum gönguferðum. Gengið verður í nágrenni Janusar endurhæfingar og þátttakendur ákveða hvaða leið verður farin hverju sinni í samráði við námskeiðshaldara. Gönguhraði sem hentar hverjum og einum.
Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Pétursdóttir og Salóme Halldórsdóttir.