Fuglahús og kransar

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

Miðvikudaga kl. 9.00 – 11.30

Á þessu námskeiði verða nokkur verkefni í boði og þátttakendum frjálst að skipta á milli verkefna og vera með nokkur í gangi hverju sinni.

Á námskeiðinu munum við útbúa fallega hurðarkransa unna úr greinum og skreyta þá með máluðum könglum og því sem okkur dettur í hug.

Einnig munum við gera fuglafóðurhús þar sem við endurnýtum plastflöskur og límum á þær trjágreinar og skreytum.

Þátttakendum býðst einnig að vinna með gifs, þar setjum við gifs utan um pappírsfugla og búum til fallega fugla sem við málum síðan.  Þetta eru fuglar sem við getum annaðhvort hengt upp eða látið standa á tréfóti.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen, Sigríður Hannesdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir.

Scroll to Top