Frjáls sem fuglinn

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Fimmtudaginn 25. febrúar hefst námskeiðið   FRJÁLS SEM FUGLINN- að tala fyrir framan fólk.Námskeiðið verður haldið í sex skipti á fimmtudögum.

Á námskeiðinu verður m.a. farið í eftirfarandi viðfangsefni:

  • Líkamstjáningu
  • Að halda athygli
  • Framburður
  • Slökun
  • Öndun
  • Æfingar í framsögn

Námskeiðið mun fyrst og fremst innihalda æfingar í að standa fyrir framan þátttakendur og tjá sig. Einnig verður stutt fræðsla, umræður og heimavinna.

Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Námskeiðið er lokaður hópur og því ekki hægt að skrá sig í það á miðju tímabili. Námskeiðið telur til mætinga.

Leiðbeinendur verða  Sigríður Anna Einarsdóttir

Scroll to Top