Fluguhnýtingar

Fluguhnýtingar

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

31. maí – 5. júlí

Þátttakendur æfa sig í vinnutengdum athöfnum á vinnusvæðum iðjunnar ásamt því að æfa sig í mætingum, stundvísi, auka virkni og að geta leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum og þátttakendum iðjunnar.

  • Miðvikudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð – Vestur)

Á námskeiðinu verða kenndar grunnaðferðir við flughnýtingar. Flugurnar sem kenndar verða heita Peacock, Blóðormur, Dýrbítur, Squirmy Wormy og Pheasant.  Farið verður yfir mismunandi efni sem notað er í fluguhnýtingar, í hvaða aðstæðum og á hvaða árstíma hver fluga er notuð.

Atvinnutengd vinnufærni: Þjálfa sig í að vinna verkefni frá upphafi til enda, auka úthald til vinnu bæði andlega og líkamlega.

Hand- og verkfærni:  Auka og styrkja verkfærni, vinna með líkamsbeitingu, samhæfingu hreyfinga, fínhreyfingar, skynáreiti og að fara eftir leiðbeiningum.

Námskeiðið er frábrugðið öðrum námskeiðunum að því leiti að allur efniviður á þessu tiltekna námskeiði er rándýr, þ.a.l. munu þær flugur sem skapaðar verða „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldar í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Að öðru leiti býðst þátttakendum að greiða fyrir þá/þær flugur sem þeir gera á sérstökum afslætti.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen og Sigríður Hannesdóttir.

Scroll to Top