
Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar
Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.
- Þriðjudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð)
- Fimmtudaga kl. 9.00 – 11.30 (2. hæð)
Á námskeiðinu málum við með vatnslitum á vatnslitapappír. Þátttakendur ráða hvort þeir bæti formum/ myndum ofan á með túss eða ekki. Hugmyndaflugið ræður förinni og hvort útkoman verði veggmynd, gjafakort eða annað. Njótum og verum í núinu.
Listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.
Þátttakendur mega velja og eiga einn listmun á önn af öllum þeim listmunum sem þeir framleiða í iðjunni, á meðan að þeir eru í endurhæfingunni og taka þátt í listmunasköpun innan Janusar endurhæfingar. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.
Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður Halldór Bjarki Ipsen, Sigríður Hannesdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir.
