Flos, prjón og taulitun

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á streitulosandi handavinnu í notalegu umhverfi og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins og sköpunargleði.

  • Mánudaga kl. 13.00 – 15.30 (2. hæð Miðja)

Á námskeiðinu verður boðið upp á að læra prjón, flos og taulitun.

Boðið verður upp á grunn í prjóni fyrir byrjendur og við prjónum einfaldar borðtuskur, að auki verða kennd fleiri mynstur.

Einnig má læra aðferðir í flosi. Flos er þegar flospenni er notaður til að „teikna“ með garni í efni. Verkið má svo sauma saman í púða eða tösku og einnig einfalt vegghengi eða setja í myndaramma.

Taulitun stendur einnig til boða og verður notast við gúmmíteygjur til að fyrst hnýta efnin á mismunandi hátt til að gera mynstrið og svo er taulitnum sprautað yfir með sérstaklega útbúnum flöskum.

Á námskeiðinu er áhersla lögð á rólega og notalega stemningu þar sem við sitjum í hóp með öðrum og vinnum í höndunum.

Listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Þátttakendur mega velja og eiga einn listmun á önn af öllum þeim listmunum sem þeir framleiða í iðjunni, á meðan að þeir eru í endurhæfingunni og taka þátt í listmunasköpun innan Janusar endurhæfingar. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Ósk Hannesdóttir.

Scroll to Top