Fjallgöngur / Göngur

19. apríl – 24. maí

Markmiðið með hópnum er að njóta útiveru og efla líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Einnig að kynnast hverju þarf að huga að áður en lagt er af stað eins og t.d. að kynna sér gönguleiðirnar og huga að viðgeigandi búnaði eftir veðri og vindum. Njóta ferðalagsins í góðum félagsskap. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Þriðjudaga kl. 10.00 – 12.00 (Hittast í andyri í Skúlagötu 19)

Gott er að brjóta upp daginn með gönguferðum. Gengið verður frá húsnæði Janusar endurhæfingar og þátttakendur ákveða hvaða leið verður farin hverju sinni í samráði við námskeiðshaldara. Gönguhraði sem hentar hverjum og einum. Möguleiki á að breyta um umhverfi og fara í göngu um Elliðárdalinn eða Vífilstaði en það verður metið með þátttakendum í fyrsta tíma.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða S. Anna Einarsdóttir, Salóme Halldórsdóttir og Edda Rán Jónasdóttir.

Scroll to Top