Fjallgöngur / Göngur – Copy

21.maí – 25.júní

Markmið námskeiðsins er að njóta útiveru og efla líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Njóta ferðalagsins í góðum félagsskap. Einnig að kynnast hverju þarf að huga að áður en lagt er af stað eins og t.d. að kynna sér gönguleiðirnar og huga að viðgeigandi búnaði eftir veðri og vindum. Námskeiðið er í umsjá starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Miðvikudaga kl. 13.00 – 15.30

Farið verður í göngur í kringum höfuðborgarsvæðið. Gert er ráð fyrir að fyrstu göngur verði léttar til að byrja með en erfiðari eftir því sem líður á námskeiðið. Í fyrsta tíma verður gengið í Öskjuhlíðina frá Janus endurhæfingu en eftir það mun hópurinn ákveða saman hvert verður farið næst. Hópurinn mun í flestum tilvikum hittast á stöðunum sem gengið verður um. Ef einhver er ekki á bíl er hægt að mæta í Janus fyrir tímann og fá far frá starfsmönnum. Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri og gert er ráð fyrir að hópurinn taki nestisstopp á miðri göngu. Hópurinn mun fá send skilaboð um staðsetningu ofl. fyrir hvert skipti.

Námskeiðið er opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigriður Pétursdóttir og S.Anna Einarsdóttir.

Scroll to Top