Einhverfugrúppan konur / kynsegin

22. febrúar – 29. mars

Markmið einhverfugrúbbunnar er að eiga samverustund þar sem meðlimir hópsins geta deilt reynslu sinni af einhverfu og hitt aðra einhverfa og kynnst „fólkinu sínu“. Umræðuefni og virkni stýrist að mestu af hópmeðlimum sjálfum. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Miðvikudaga kl. 13.00 – 14.30 (4. hæð)

Einhverfugrúbban er lokaður hópur fyrir þá sem eru með greiningu á einhverfurófi. Skráning í hópinn þarf að gera í samráði við tengilið. Einhverfugrúbban skiptist í tvo hópa eftir kyni, annarsvegar fyrir þátttakendur sem skilgreina sig konur eða kynsegin og hinsvegar fyrir þá sem skilgreina sig karla eða kynsegin. Það sem fram fer í þessari samverustund er trúnaðarmál og ekki á að ræða utan hópsins.

Grúbban er hugsuð sem vettvangur fyrir jafningjastuðning þar sem fólk getur deilt reynslu sinni af einhverfu og hvernig það er að tilheyra hópi einhverfra. Hópurinn stýrir umræðunni og eru leiðbeinendur til stuðnings og ráðgjafar. Umræðuefni geta verið fjölbreytt, t.d. mikilvægi áhugamála, skynvin eða víti, hvernig eignast maður félaga eða vini, hvernig eru samskipti í raunheimi og á netinu sambærileg og margt fleira sem hópmeðlimir vilja ræða um eða gera sér til skemmtunar.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Anna Þóra Þórhallsdóttir og Lena Rut Olsen.

Scroll to Top