Draumfangarar og macrame

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Stefnum á að framleiða vörur sem tilheyra netsölu, hvort sem það eru skilti sem prýða garðinn, sumarbústaðinn eða heimilið. Aðal markmið námskeiðsins er að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn í skiltagerðinni og einnig að skapa tækifæri til að vinna í samfélagi við aðra og virkja áhugahvöt hvers og eins.

  • Mánudaga kl. 9.00 – 11.30

Námskeiðinu verður skipt upp í 2 lotur, fyrri lota verða búnir til draumfangarar, seinni lotan verður kennd undirstaða í macrame hnýtingum.  Gerðar verða lyklakippur, blómaupphengi og ýmislegt fleira.

Listmunir sem skapaðir verða á námskeiðinu verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar. Allur ágóðinn af sölunni rennur beint í sjóðinn og nýtist þannig þeim þátttakendum sem eru í fjárhagslegri neyð, sjá nánar á heimasíðu Janusar endurhæfingar.

Þátttakendur mega velja og eiga einn listmun á önn af öllum þeim listmunum sem þeir framleiða í iðjunni, á meðan að þeir eru í endurhæfingunni og taka þátt í listmunasköpun innan Janusar endurhæfingar. Allir aðrir listmunirnir þátttakenda „ganga til góðs“, þ.e.a.s. verða seldir í netsölu Styrktarsjóðs Janusar endurhæfingar.

Námskeiðið verður opinn hópur og verður hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Þórhildur Kristjánsdóttir og Linda Ólafsdóttir.

Scroll to Top