DAM – samskiptafærni

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

Námskeiðið er gagnlegt fyrir flest alla en gagnast einstaklega vel fyrir þá sem hafa gengið í gegnum erfiða lífsreynslu og áföll. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist betri samskiptafærni með því að taka eftir samskiptavanda og nota DAM færniþætti til breytinga.

  • Miðvikudaga kl. 9.00 – 11.30 (4. hæð)

Lögð er áhersla á að þjálfa og auka færni í samskiptum. Til að ná fram markmiðum sínum þurfa þátttakendur að þekkja og tileinka sér færniþætti og að þjálfast í sjálfstyrkingu og ákveðni. Búist er við að þátttakendur læri hvor af öðrum með góðum umræðum og æfingum sem gerðar eru í tíma og með gerð heimaverkefna. 

Námskeiðið verður lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Anna Þóra Þórhallsdóttir og Alma Rún Vignisdóttir.

Scroll to Top