DAM-núvitund – aukatími

2.apríl – 1 skipti (aukatími fyrir þá sem voru á DAM-núvitund í lotu 2)

Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um núvitund og mismunandi hugarástand ásamt því að hjálpa þeim að þjálfa færni í núvitund.

  • Fimmtudagar kl. 13:00 – 15:00 (4.hæð)

Núvitund er einn fjögurra færniþátta úr Díalektískri atferlismeðferð (DAM) og er núvitund undirstaða allra fjögurra færniþátta. Færniþjálfunin felur í sér fræðslu um núvitund og mismunandi hugarástand. Skoðað verður HVAÐ við gerum þegar við æfum núvitund og HVERNIG við æfum núvitund. Gerðar verða margvíslegar núvitundaræfingar í tímum.

Færniþjálfunin byggist á virkri þátttöku meðlima hópsins og gera þeir það með því að deila upplifunum og reynslu. Óski þátttakandi eftir því að taka þátt í færniþjálfuninni skuldbindur hann sig til þess að vinna verkefni á milli tíma / æfa sig heima.

Námskeiðið er lokaður hópur. Skráning fer fram í gegnum námskeiðshaldara. Leiðbeinendur verða Elsa Sveinsdóttir og Jón Hjalti Brynjólfsson.

Scroll to Top