DAM – færnihópur – Tilfinningastjórnun

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar.

29. september – 3. nóvember

Færniþjálfunin felur í sér fræðslu um tilfinningar, hvað þær heita, hvert hlutverk þeirra er og hvernig þær hafa áhrif á líkama okkar og hegðun. Kenndar verða aðferðir til þess að auka þol við í erfiðum tilfinningum. Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að skilja betur þær tilfinningar sem þeir upplifa, draga úr tilfinningalegri þjáningu og tempra tilfinninga viðkvæmni. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna og þátttakanda Janusar endurhæfingar. 

  • Fimmtudaga kl. 13.00 – 16.00 (4. hæð)

Tilfinningastjórn er einn fjögurra færniþátta úr Díalektískri atferlismeðferð (DAM). Færniþjálfunin felur í sér fræðslu um tilfinningar, hvað þær heita, hvert hlutverk þeirra er og hvernig þær hafa áhrif á líkama okkar og hegðun. Kenndar verða aðferðir til þess að auka get util að þola við í óþægilegum tilfinningum. Óski þátttakandi eftir því að taka þátt í færniþjálfuninni skuldbindur hann sig til þess að vinna heimavinnu. Færniþjálfunin byggist á virkri þáttöku meðlima hópsins. Mikilvægt er að mæta í alla tíma. Ef þátttakandi missir úr tvö skipti í röð eða þrjú skipti í heildina þá þarf að afskrá viðkomandi af námskeiðinu.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Elísabet Þórðardóttir og Sólveig Gísladóttir.

Scroll to Top