DAM – atvinnufærni

Dialectical Behavior Therapy skills for employment (DBT-SE) eða DAM-Atvinnufærni er úrræði byggt á DBT meðferð Linehan (Linehan, 1993). Úrræðið er ætlað einstaklingum í starfsendurhæfingu sem hafa mikið tilfinninganæmi og vilja bæta samskiptafærni sína. Áherslan er á að skilgreina og móta tilfinningalega, hugræna og hegðunartengda þætti sem valda einstaklingum erfiðleikum með samskiptafærni og sjálfstjórn í vinnuumhverfi. Grunnþættir úr hefðbundinni DAM meðferð eru nýttir. Hinsvegar er kennsluefni, færniþættir og verkefni miðuð út frá atvinnutengingu og vinnumarkaðinum.

Miðvikudaga kl. 9.00 – 12.00 (4. hæð)

  • Kenndir verða allir færniþættir DAM meðferðar. Núvitund, streituþol, tilfinningastjórnun og samskiptafærni. Efnið hefur verið aðlagað út frá atvinnutengingu og vinnumarkaðnum.
  • Þátttakandi mætir í 17 vikur 1x í viku 3 klst í senn í DAM- Atvinnufærni.
  • Fyrstu 5 vikurnar mætir hann einnig 1x í viku í 1,5 klst í Að sækja um starf.
  • Eftir það er honum boðið að mæta eftir þörfum í Stuðningur í atvinnuleit.

Námskeiðið verður lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Alma Rún Vignisdóttir, Anna Þóra Þórhallsdóttir og Linda Ólafsdóttir.

Scroll to Top