Daðrað við þægindarammann í gegnum leiklist

Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og jákvæðni í gegnum leiklist. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna og þátttakanda Janusar endurhæfingar. 

  • Miðvikudaga kl. 13.00 – 16.00 (4. hæð)

Ertu ekki pínu þreytt/þreyttur á að svara enn einum spurningalistanum sem setur þig í enn eitt boxið? Í þessu námskeiði verður leyfilegt að fara út fyrir þessi box. Megin áhersla verður á framkomu, samvinnu, hópefli, líkamstjáningu, líkamsbeytingu og skapandi hugsun. Farin verða yfir grunnatriði í leiklist með alls konar æfingum sem opna á sköpunargleðina og leikgleði á sama tíma og þátttakendur fá í hendurnar ýmis tæki sem munu koma til með að nýtast þeim í leiklist og lífinu. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur það verður farið út fyrir venjulega hegðun hversdagsleikans og við munum aðeins stíga út fyrir þægindarammann. En við það leysist falleg orka sem er ágætis upplyfting á sjálfstraustið og jákvæðnina. Svo erum við líka tilfinningaverur sem öll höfum þörf á að tjá okkur. Með eflingu á leikrænum hæfileikum með skemmtilegum æfingum sem opna fyrir sköpunargáfuna og ímyndunaraflið fær þátttakandinn tækifæri til að þroska sjálfsöryggið og sjálfsvitundina á skapandi hátt.

  • Tímarnir byggja á grunnatriðum í leiklist í gegnum alls konar æfingar sem opna á sköpunargleðina og leikgleðina. Megin áhersla verður á framkomu, samvinnu, hópefli, líkamstjáningu, líkamsbeytingu og skapandi hugsun.
  • Unnið verður í lokuðum hóp svo að allir finni fyrir öryggi og stuðningi þegar stigið er út fyrir boxið.
  • Námskeiðið er fyrir þátttakendur Janusar endurhæfingar og hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Gott er að koma í þægilegum fötum.
  • Mikilvægt að mæta á réttum tíma.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinendur verða Sigríður Pétursdóttir og Sara Rós Guðmundsdóttir.

Scroll to Top