Athyglisbrestur: Miðlum hvert til annars

Fyrir hverja: Alla þátttakendur Janusar endurhæfingar

10. janúar – 14. febrúar

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái fræðslu og svo stuðning hver af  öðrum og auki innsæi sitt gagnvart athyglisbrestinum og lífinu með hann í farteskinu. Námskeiðið er í umsjón starfsmanna Janusar endurhæfingar. 

  • Þriðjudaga kl. 13.00 – 15.30 (4. hæð)

Að þátttakendur fái fræðslu og svo stuðning hver af  öðrum og auki innsæi sitt gagnvart athyglisbrestinum og lífinu með hann í farteskinu.

Umræður verða leiddar áfram af fræðslu um mismunandi einkenni athyglisbrests og helstu bjargráð. Einnig eru æfingar kynntar til þess að gera lífið léttara.

Námskeiðið er lokaður hópur og verður ekki hægt að skrá sig eftir að námskeið hefst. Skráning fer fram í samráði við tengilið og inn á Janus Manager. Leiðbeinandi verður S. Anna Einarsdóttir. 

Scroll to Top