Markmiðið er að setja sér stefnu fyrir árið 2022 og gera stefnuna sýnilegri með markmiðasetningu. Farið verður í ranhæfða markmiðasetningu og framgöngumarkmið til að ná þeim markmiðum sem ósk er árið 2022. Notast verður við Lífshjólið og SMART markmiðasetningu.
Þriðjudaginn 11. janúar kl. 9.00 – 11.00
Árinu 2021 var að ljúka og nýtt ár 2022 er að líta dagsins ljós. Á námskeiðinu verður notast við eftirfarandi spurningar varðandi ásetning fyrir árið 2022.
- Hvar vilt þú vera í lok árs 2022?
- Hver vilt þú vera í lok árs 2022?
- Hvað vilt þú uppskera á árinu 2022?
Við leyfum okkur að dreyma án nokkurra takmarka og setja drauminn fram með markmiðasetningu. Horfum fram í tímann og skýrum þannig stefnuna okkar. Horfum á leiðina til baka, kortleggjum stöðu okkar í dag með lífshjólinu og setjum raunhæf markmið með aðferðum SMART markmiðasetningar.
Allar breytingar byrja á okkar eigin vitund og sýn !