DAM- Atvinnufærni haustið 2022

DAM – Atvinnufærni er úrræði sem nær yfir 17 vikur, frá 22. ágúst  til 13. desember. Úrræðið samanstendur af þremur námskeiðum sem vinna saman að því að hjálpa þátttakanda að ná markmiðum sínum í atvinnuleit og atvinnuþátttöku. Þátttakendur taka öll þrjú námskeiðin.

Úrræðið er í umsjón Ölmu Rúnar Vignisdóttur hjúkrunarfræðings, Jóns Hjalta Brynjólfssonar félagsráðgjafa og Elísabetar Þórðardóttur sálfræðings. Öll eru þau menntaðir DAM-meðferðaraðilar. 

Atvinnuteymi Janusar endurhæfingar sér um námskeiðin 
Að sækja um starf og Stuðningur í atvinnuleit. Teymið samanstendur af Benjamín Júlíussyni atvinnuráðgjafa, Önnu Þóru Þórhallsdóttur iðjuþjálfa og Ölmu Rún Vignisdóttur hjúkrunarfræðing. 

Til sölu eru 10 pláss.

cropped-cropped-Janus-Jpeg.jpg

DAM- Atvinnufærni

DAM- Atvinnufærni eða DBT- skills for employment (DBT-SE) er úrræði byggt á DBT meðferð Linehan (Linehan, 1993). Úrræðið er ætlað einstaklingum sem hafa mikið tilfinninganæmi og vilja bæta samskiptafærni sína. Áhersla er sett á að skilgreina og móta tilfinningalega, hugræna og hegðunartengda þætti sem valda einstaklingum erfiðleikum með samskiptafærni og sjálfsstjórn í vinnuumhverfi. Grunnþættir úr hefðbundinni díalektískri atferlismeðferð (DAM) eru nýttir. Hinsvegar er kennsluefni, færniþættir og verkefni miðuð að atvinnutengingu. 

Þáttakendum er einnig boðið að mæta á vikulega vinnustofu til að fá aðstoð við heimavinnu frá DAM-teymi Janusar endurhæfingar. 
Viðvera: 

DAM-Atvinnufærni er kennt 1 sinni í viku í 3 klst í senn. Í fyrstu vikunni er kynningarfundur ásamt því að þátttakendur svara mælitækjum. Kennt er á þriðjudögum frá 9:00-12:00. 

 

Að sækja um starf

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að takast á við starfsumsóknarferlið sem auðveldi þeim að fá vinnu við hæfi.
Að sækja um starf er námskeið fyrir þátttakendur sem eru að íhuga að fara á vinnumarkaðinn á næstunni. Í námskeiðinu verður farið yfir það sem þarf að hafa í huga við starfsumsóknir eins og:

  • Ferilskrágerð: Kynnt verður fyrir þátttakendum hvernig eigi að búa til ferilskrá og hvað þarf að huga að við gerð þess.
  • Kynningarbréf: Farið verður í gegnum hvernig kynningarbréf eigi að vera gerð og hvað skiptir máli að komi fram í þeim og af hverju.
  • Atvinnuauglýsingar: Kynnt verður fyrir þátttakendum hvar og hvernig eigi að leita að störfum við hæfi.
  • Réttindi og skyldur: Fræðsla verður um réttindi og skyldur starfsmanna á vinnumarkaði og hvað þurfi að hafa í huga.
  • Launaseðlar: Farið verður í gegnum og rýnt í launaseðla. 

Viðvera: 

Fjarfræðsla 1 sinni í viku í 5 vikur. Námskeiðið hefst 29. september. Kennt er á fimmtudögum frá kl 9:00-10:30. 

 

Stuðningur í atvinnuleit

Markmið námskeiðs er að undirbúa þátttakendur og styðja við atvinnuleit. Námskeiðið er í umsjón Atvinnuteymis Janusar endurhæfingar. Þátttakendur fá aðstoð við gerð ferilskráar og kynningarbréfs, aðstoð við atvinnuleit, undirbúning fyrir atvinnuviðtal og fræðslu um atvinnutengd málefni.

Viðvera: 

Þátttakendum er boðið að mæta 1 sinni í viku í 1 klst í senn yfir tímabil úrræðisins (17 vikur). Mælst er til þess að þátttakandi mæti vikulega þar til markmiðum í atvinnuleit er náð. 

Þátttakendur geta valið á milli tveggja tímasetninga: Mánudagar 13:00-14:00 og fimmtudagar 11:00-12:00

Fyrir hverja er úrræðið?

Skilyrði: 
– Að vera utan vinnumarkaðar.
– Tilbúin að hefja virka atvinnuleit á tímabili úrræðisins (ágúst – des. 2022).
– Vera tilbúin að svara mælitækjum í upphafi og lok meðferðar.
– Saga um erfiðleika með samskipti og/eða tilfinningastjórnun.


Frávísun:

– Örorka.
– Sjálfsvígstilraun á síðstu 3 mánuðum.
– Sjálfsskaðahegðun síðastliðinn mánuð.

Verð

– 399.890 kr á þátttakanda.

Innifalið: 

– Kennslubók.
– Vikuleg opin verkefnastofa þar sem þátttakendur fá aðstoð með heimavinnu. 
– DAM- Atvinnufærni (51 klst).
– Að sækja um starf (7,5 klst).
– Stuðningur í atvinnuleit (17 klst).
– Kaffi og te fyrir þátttakendur í hléum.

Umsóknarferli

– Tölvupóstur er sendur með ósk um kaup á námskeiði á janus@janus.is. Svar er sent innan 2 daga um hvort laust pláss er á námskeiðið.

– Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er best að hafa samband beint við Ölmu Rún Teymisstjóra DAM- teymis Janusar endurhæfingar á alma@janus.is. 

 

Scroll to Top