Aukin vellíðan með jákvæðri sálfræði

Á námskeiðinu Aukin vellíðan með jákvæðri sálfræði verða kynnt hugtök og verkfæri með það að markmiði að hjálpa þátttakendum að auka vellíðan sína.

Helstu atriði sem fjallað verður um eru:

  • jákvæð sálfræði
  • hamingja og vellíðan
  • tilfinningar
  • grósku- og festuhugarfar
  • þrautseigja og seigla
  • tilgangur og merking
  • bjartsýni
  • þakklæti
  • félagsleg tengsl
  • flæði
  • núvitund
  • góðvild og samkennd
  • styrkleikar. 

Námskeiðið inniheldur fræðslu, myndbönd og verkefni sem eru bæði unnin í tímum og heima.

Kennari á námskeiðinu er Elsa Guðrún Sveinsdóttir, félagsráðgjafi.

Verð 51.000 kr.

Viðvera: Námskeiðið er 5 skipti á tímabilinu 13. apríl – 25. maí 2023.

Kennt er 1 sinni í viku, 2 klst í senn.

Fimmtudögum kl. 13:00 – 15:00

Umsóknarferli: Tölvupóstur er sendur með ósk um kaup á námskeiði á namskeid@janus.is. Svar er sent innan 2 daga um hvort laust pláss er á námskeiðið.

Scroll to Top