Aflétting takmarkana vegna Covid 19

Þar sem öllum samkomutakmörkunum og grímuskyldu hefur verið aflétt í þjóðfélaginu, gildir það sama hjá okkur hér í Janusi endurhæfingu.

Því er ekki skylda að vera með grímur, en þær verða í boði fyrir þá sem þess óska.

Við fögnum því að lífið færist nú í eðlilegra horf hvað þetta varðar.

Við minnum samt á að aldrei er of varlega farið og biðjum þá sem koma til okkar á Skúlagötuna að passa áfram upp á handþvott og sprittun.

Einnig minnum við á að mæta ekki ef veikindi gera vart við sig.

Scroll to Top