Að sækja um starf

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að takast á við starfsumsóknarferlið sem auðveldi þeim að fá vinnu við hæfi.
Að sækja um starf er námskeið fyrir þátttakendur sem eru að íhuga að fara á vinnumarkaðinn á næstunni. Í námskeiðinu verður farið yfir það sem þarf að hafa í huga við starfsumsóknir eins og:

  • Ferilskrágerð: Kynnt verður fyrir þátttakendum hvernig eigi að búa til ferilskrá og hvað þarf að huga að við gerð þess.
  • Kynningarbréf: Farið verður í gegnum hvernig kynningarbréf eigi að vera gerð og hvað skiptir máli að komi fram í þeim og af hverju.
  • Atvinnuauglýsingar: Kynnt verður fyrir þátttakendum hvar og hvernig eigi að leita að störfum við hæfi.
  • Réttindi og skyldur: Fræðsla verður um réttindi og skyldur starfsmanna á vinnumarkaði og hvað þurfi að hafa í huga.
  • Launaseðlar: Farið verður í gegnum og rýnt í launaseðla.

Viðvera: 

Námskeiðið er 1 sinni í viku í 5 vikur. Námskeiðið hefst 23. febrúar. Kennt er á fimmtudögum frá kl 9:00-10:30.

 

Verð

– 51.000 kr á þátttakanda.

Innifalið: 

– Námsefni
– Kaffi og te

Umsóknarferli

– Tölvupóstur er sendur með ósk um kaup á námskeiði á namskeid@janus.is. Svar er sent innan 2 daga um hvort laust pláss er á námskeiðið.

– Nánari upplýsingar er hægt með því að senda póst á namskeid@janus.is eða hjá Benjamín eða Hrefnu hjá Janusi endurhæfingu.

 

Scroll to Top