• 166
 • 1IMGP3299
 • 1IMGP8912
 • 1L1140609
 • 1L1140611
 • 1L1160932
 • 1L1160935
 • 1P1020822
 • 1taekniskolinn
 • AL1140608
 • AL1160730
 • AL1160953
 • AL1160956
 • AP1030112
 • AP1030459
 • IMGP2983
 • IMGP3267
 • IMGP3292
 • IMGP3312
 • IMGP3323
 • IMGP3813
 • IMGP5645
 • IMG_4446
 • L1140377
 • L1140430
 • L1140545
 • L1140551
 • L1140552
 • L1140554
 • L1140555
 • L1140557
 • L1140558
 • L1140560
 • L1140563
 • L1140568
 • L1140594
 • L1140596
 • L1140613
 • L1140616
 • L1160722
 • L1160733
 • L1160745
 • L1160926
 • L1160927
 • L1160928
 • L1160930
 • L1160931
 • L1160937
 • L1160942
 • L1160944
 • L1160945
 • L1160946
 • L1160962
 • Nmskeid
 • P1020835
 • P1030316
 • P1030830
 • berglind_asgeirs
 • skogarferd
 • vorduskoli

Hvatningarverðlaun ársins 2016

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og stofnandi forvarna- og fræðslusjóðsins “Þú getur” og stjórn hans veitti Janusi endurhæfingu hvatningarverðlaun ársins 2016 þann 21. júlí síðastliðinn. Verðlaunin eru veitt “fyrir faglega geðendurhæfingu, eflingu geðheilsu og nýsköpun í þjónustu við þá sem átt hafa við alvarleg geðræn veikindi að stríða” eins og greint er frá á heimasíðu sjóðsins og framúrskarandi eflingu geðheilsu og baráttu gegn fordómum, eins og stendur á verðlaunaskjali.

Verðlaun þessi eru mikill heiður og hvatning til alls starfsfólks og stjórnar Janusar endurhæfingar. Við tökum við þeim með auðmýkt og kæru þakklæti.

Forvarna- og fræðslusjóðurinn “ÞÚ GETUR”  er sjálfseignarstofnun þar sem allt starf er unnið af sjálfboðaliðum. Markmið sjóðsins er að styrkja einstaklinga til náms sem orðið hafa fyrir áföllum og/eða eiga við geðræn veikindi að stríða. Að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna. Að draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum.

thugetur

 

Myndin er tekin við afhendingu verðlaunanna þann 21. júlí síðastliðinn. Frá vinstri; Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, stofnandi forvarnar og fræðslusjóðsins “ÞÚ GETUR”. Sif Þórsdóttir iðjuþjálfi og verkefnisstjóri hjá Janusi endurhæfingu tók við verðlaununum fyrir hönd starfsfólks og Ómar Hjaltason yfirlæknir og stjórnarmaður hjá Janusi endurhæfingu fyrir hönd stjórnar.

PrentaNetfang

Afar ánægjuleg heimsókn

Hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson kom í heimsókn ásamt Valgerði Gunnarsdóttur sérfræðingi þriðjudaginn 21. júní. Ráðherra gaf sér góðan tíma til að kynnast starfseminni, sýndi því starfi sem fram fer áhuga og spurði margra spurninga. Augljóst er að ráðherra og samstarfskona hans bera hag þeirra einstaklinga sem njóta og þarfnast þjónustu Janusar endurhæfingar (JE) fyrir brjósti. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir komuna og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

Frá vinstri; Ómar Hjaltason forstöðulæknir JE, Vilmundur Guðnason prófessor og stjórnarformaður JE, Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri JE, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Valgerður Gunnarsdóttir sérfræðingur í ráðuneytinu.

PrentaNetfang

Samvinnuverkefnið ,,Skógurinn okkar’’ í Öskjuhlíðinni

skogur1

Ánægjulegt er að greina frá því að Janus endurhæfing (JE) er að þróa í samráði við starfsmenn Útmarkar hjá Umhverfissviði Reykjarvíkurborgar fjölbreytta og gefandi vinnu í grenndarskógi Menntavísindasviðs í Öskjuhlíðinni. Verkefnið köllum við „Skóginn okkar“ og merkir að við lítum á skóginn sem sameiginlega auðlind sem við höfum tekið að okkur að sinna til að auka uppskeru og heilbrigði skógarins. Markmið JE er að ,,Vinnan í skóginum‘‘ skili gestum skógarins meiri gleði og þátttakendum jákvæðri reynslu og upplifun sem þeir geta nýtt sér í framtíðinni til að auðga lífsgæði sín.


Nokkrir fróðleiksmolar um verkefnið


Eins og flestir landsmenn vita er margt merkilegt að finna í Öskjuhlíðinni, eins og milljónir ára gamalt sjávarbarið grjót og stríðsminjar frá síðustu heimsstyrjöld. Með stuttri en skemmtilegri gönguferð um Öskjuhlíðina er hægt að rekja sögu Íslands í gróðri og náttúru.
Reiturinn sem um ræðir, eða ,,Skógurinn okkar‘‘ var ræktaður af Skógræktarfélagi Reykjavíkur um miðja síðustu öld með aðstoð barna í Vinnuskólanum. Upphaflega var aðalega greni, furu og birki gróðursett í Öskjuhlíðina en aðrar tegundir hafa sáð sér þar með aðstoð þrastanna, sem hafa borið berjakjarna eins og sól- og rifsber, illifræ og margs konar reynifræ en vindurinn hefur einnig borið fjölbreytt víði- og önnur plöntufræ. Gróskumikil berjatré kalla til sín fugla sem gefa þeim fæðu auk þess sem blómin leggja humlunum lið í sínum störfum.


Samvinnuverkefnið leggur áherslu á fjölbreytileika í trjá- og plöntutegundum og að klippa frá og vernda runna- og berjatré, við grisjun og gróðursetningu. Hægt er að nefna dæmi um lítið reynitré sem er að berjast í skugga og nær því ekki að vaxa.

skogur2Nauðsynlegt er þá að klippa frá því svo ljósið geti nært það og það rekist ekki í önnur tré.

Þátttakendur JE eru núna markvisst að vinna að því að snyrta meðfram vinsælum göngustígum svo greinar sláist ekki í augu fólks eða flækist í fætur fólks. Einnig er lögð áhersla á að snyrta þannig að gróðurinn auki upplifunargildi stígsins.
Dæmi um önnur verkefni sem eru í gangi meðal þátttakenda Janusar er skráning á fuglategundum og lýsing á hegðun þeirra.


Gerð upplifunarstígs er annað áhugavert verkefni þar sem staðsetning stígsins og val á plöntum mun hafa áhrif á upplifunargildi stígsins. Við val á trjá og runnategundum til gróðursetningar við göngustígana er tekið tillit til lita, form og lífaldurs tegundarinnar.
Almenn grisjun og fræðsla um umhirðu trjágróðurs er verkefni þar sem er unnið eftir þeirri uppskrift að klippt er frá berjatrjám og runnum og þeim gefið aukið vægi, falleg tré snyrt og klippt frá þeim en einnig er hugað að lífaldri trjá og framtíðarhorfum.
Gerð fuglabaðs, hljóðfæra og útilistaverka sem auka upplifunargildi svæðisins er meðal þeirra verkefna sem er verið að skoða með þátttakendum.

 

 

PrentaNetfang